Velkomin
í þessa nítjándu útgáfu Gróðurfrétta!
EFNI:
1. Pistill frá ritstjóra
2. Tenglar á greinar um birki
3. Plöntuferðir innanlands
4. Blómakerið
Pistill frá ritstjóra
Kæri lesandi!
Velkomin(n) aftur í Gróðurfréttir og um leið og nýir lesendur og viðskiptavini eru boðnir sérstaklega velkomnir. Hér um slóðir er enn nokkuð svalt og á meðan getur þú ef til vill fundið þér góðan stað inni í hlýjunni og kannski horft á náttúrulífsmynd með litfögrum framandi plöntum og blómafrævurum. Þó sumarið virðist enn mjög langt framundan, er brátt kominn tími til að umpotta stofublómin. Finndu afleggjara af stofublómum og leyfðu afleggjurunum að mynda nýjar rætur í vatni. Eftir nokkrar vikur ættir þú að geta plantað afleggjurunum með rótum blómapott og með nægri birtu og vökvun breiðir nýja stofublómið út græn laufin. Umplantaðu safaplöntum og kaktusum varlega með því að setja litla heilbrigða plöntuhluta í nýjan mold. Sum stofublóm má hafa utanhúss þegar komið er fram á vor í góðu skjóli á svölunum eða sólpallinum.
Tenglar á greinar um birki
Til að fræðast meira skóga landsins er hér tenglar í tvær greinar, önnur er um íslenska birkið (Betula pubescens) en hin um náttúrlegar jurtaætur á birkinu.
Plöntuferðir innlands
Kannski ertu nú þegar að leggja drögin að sumarfríinu og ert að íhuga að ferðast innanlands og kynnast betur eigin landi og þeim harðgerða gróðri sem hér þrífst. Við bjóðum upp á fjölbreyttar plöntuferðir. Meginþema ferðanna er innlent gróðurfar en samtímis eru ferðirnar fræðandi um okkar eigin menningu, sögu, jarðfræði og dýralíf. Oftast eru léttar gönguferðir og náttúruskoðun hluti ferðanna. Við könnum mosaþembur, sveitir, strandgróður, votlendi, jarðhitagróður, og birkiskóga, en gefum þér um leið nægan tíma til að upplifa náttúru og sögu landsins.
Við bjóðum nú ýmsa ferðavalkosti og höfum góða þekkingu á innlendu flórunni og aðferðum við ræktun bæði innlendra plöntutegunda og annarra norðlægra tegunda. Þessari þekkingu er miðlað til lesenda, ferðamanna, og viðskiptavina sem hafa áhuga á að læra meira þær þolnu plöntur sem hér vaxa.
Við vonumst til að sannfæra þig um hversu ánægjulegt getur verið að ferðast hér innanlands. Hvernig á að njóta þess að skoða villtar plöntur og aðrar náttúruperlur, um leið og þú upplifir stemninguna á hverjum stað. Kannski ertu þegar búin(n) að ákveða að skrá þig og félagana í eina af Plöntuferðunum. Láttu okkur vita ef þú ert að skipuleggja ferð og við gætum hugsanlega boðið ykkur hópafslátt.
Blómakerið
Gróðurfréttir eru vettvangur fyrir lifandi umræðu um grasafræði og vistfræði, umhverfismál og náttúruvernd. Endurgjöf frá lesendum okkar er alltaf vel þegin og stuðlar að nýjum og áhugaverðum Gróðurfréttum. Láttu okkur vita hvaða umræðuefni um plöntur þú hefur mestan áhuga á, hvort heldur það er garðyrkja, eldun með mat- og kryddjurtum, eða eitthvað annað. Deilið gjarnan fréttabréfinu með tölvupósti, bloggi, vefsíðum, tísti og öðum miðlum. Við viljum mjög gjarnan fá tengla við aðrar vefi og félagsmiðlasíður með viðeigandi efni, eins og líffræði og vistfræði, vistvænni og heilsutengdri ferðaþjónustu, menningu og listum, og grænum lífsstíl.
--------------------------------------------------------------------------------------
Kær kveðja,
Soffía Arnþórsdóttir
GRÓÐURFRÉTTIR er gefnar út af Þund, Reykjavík
7. febrúar, 2016 -- Gróðurfréttir, hefti #019
Fáðu nýjustu fréttir og tilboð frá Þund!
Get updates and special offers from Thund!