GRÓÐURFRÉTTIR

Velkomin í þetta tuttugusta og fyrsta hefti Gróðurfrétta!

 

EFNISSKRÁ:

  1. Pistill frá ritsjóra
  2. Leyndarlíf lauka
  3. Blómakerið

 

Pistill frá ritsjóra

Kæru lesendur!

Velkomin til Gróðurfrétta.  Ég vona að lesendur njóti efnisins og ég vil gjarnan heyra viðbrögð ykkar.  Sumarið er komið og blágresi og sóleyjar kinka kollinum í sumarblíðunni.  Hér og hvar er reyniviður í uppvexti og gamalt birki skartar grænu laufi.  Dagarnir eru langir og bjartir.  Njótið fréttabréfsins!

 

Leyndarlíf lauka
Graslaukur (Allium schoenoprasum) er fjölær planta sem dafnar vel í norðlægum görðum og hægt er að rækta í blómapottum á veröndinni. Graslaukur myndar þétta brúska með löngum grænum stönglar.  Saxaðu stönglana smátt yfir matinn þinn og njóttu ferskleikans og bragðsins. Gróðursetning graslauks innan um aðrar matplöntur í matjurtagarðinum heldur burtu skordýrum og sniglum sem eru jurtaætur. Plantan mun gefa mikið af sér ár eftir ár, lifir oft allan veturinn en hefur kröftugan vöxt að vori. Skerðu ferska stöngla á hverjum degi allt sumarið og stráðu yfir vorsúpuna, sumarsalatið og brauðsneiðina. Á sumrin meðan stönglarnir eru enn grænir er hægt að klippa graslaukinn og sólþurrka síðan á opnum bakka eða þurrka á ofnhillu við lágan hita. Graslaukur er frábær sem þurrkuð kryddjurt og heldur bragðinu alllengi í lokaðri glerkrukku.

 

Graslaukur hefur verið ræktaður hér á landi öldum saman, en einnig er hér löng hefð fyrir ræktun steinselju, dills og myntu.  Hvítlaukur (Allium oleraceum) er lauktegund sem er skyld graslauki og má rækta viss kvæmi hér á landi með allgóðum árangri. Hvítlaukur vex ekki villtur hér á landi en hann er algengur úti í náttúrunni um mestalla Evrópu, t.d. á Bretlandi, og dafnar best á rökum leirkenndum jarðvegi. Bragðbættu salatið eða súpuna með graslauk og hvítlauk og ef til vill fleiri kryddjurtum í sumar. Njóttu vel!

 

Blómakerið

Sendu okkur bréf og greinar um gróður og græn málefni til birtingar í næsta hefti Gróðurfrétta, þú getur líka skoðað eldri hefti á netinu. Gróðurfréttir er vettvangur fyrir grasafræði og vistfræði, umhverfismál og náttúruvernd. Þú getur beðið um tengil á þinn vef í fréttabréfinu eða á tenglasíðunni. Sendu okkur gjarnan ábendingar um efni í næsta fréttarit. 

Við bjóðum upp á ferðir til að skoða gróður landsins, en ferðirnar eru bæði fræðandi og einstök upplifun.  Yfirleitt um að ræða létta göngu og plöntuskoðun í villtri og hálfvilltri náttúru, t. d., á ströndum, hraunum, heiðum og útivistarsvæðum.  Þema ferðanna er hrífandi gróðurfar, sérstæð náttúrufyrirbæri og menning landsins.  Við könnum heiðar og hraun, gras- og blómlendi, strand- og vatnsbakkagróður, gróðursæla skóga og sandauðnir.  Um leið gefst nægur tími til að upplifa einstakt landslag, jarðfræði, og sögu og nútíð staðanna.

-----------------------------------------------------------------

Kær kveðja,

Soffía Arnþórsdóttir

GRÓÐURFRÉTTIR eru gefnar út af Þund, Reykjavík

Hafðu samband

2. júlí, 2017 -- Gróðurfréttir, hefti #021



DSCN0531_opt.jpg
img_0490_opt.jpg
john-schnobrich-FlPc9_VocJ4-unsplash_opt.jpg



Fáðu nýjustu fréttir og tilboð frá Þund!

Get updates and special offers from Thund!





botanical-tours-002