GRÓÐURFRÉTTIR

Velkomin í þessa tuttugustu og aðra útgáfu Gróðurfrétta!

EFNI:
Pistill frá ritstjóra
Nokkrar hugleiðingar um plöntur að vetrarlagi
Blómakerið

Pistill frá ritstjóra

Hátíðarkveðjur!  Velkomin aftur til Gróðurfrétta.  Ég vona að þú sért enn að njóta útiveru og heimsókna í fólkvanga og garðagöngu allan veturinn!  Þér er velkomið að senda Gróðurfréttir á alla vini þína sem einnig eru plöntuaðdáendur.  Sum ykkar eru nú þegar skráð á listann og fáið þetta netbréf með tölvupósti eða um leið og þið lesið bloggfærslurnar.  Ég hvet þig, lesandi góður, eindregið til að senda inn upplýsingar sem gagnast öðrum sem hafa áhuga á plöntum og allar tillögur til að bæta netbréfið eru velkomnar.  Njóttu þess að lesa Gróðurfréttir í jólaleyfinu!
  
Nokkrar hugleiðingar um plöntur að vetrarlagi
Nú í desember er kalt hér á landi og hitastigið undir núll gráðum á Celsíus. Engu að síður er þetta árstíminn til að njóta sígrænna trjáa og birkis meðal frosinna klapparsteina!  Göngur úti í náttúrunni eru bestar á miðjum degi þegar sólin gæist yfir sjónarröndina yst á Faxaflóanum.  Á meðan við ræðum um vetrardvala plantna og hvað hugsanlega gerist á komandi vori, er mikilvægt að halda stofuplöntunum lifandi og njóta róslituðu blómanna á nóvemberkaktusnum.  Að ógleymdum matreiðsluplöntunum sem leggja til bragð og ilm sem hæfir árstímanum, svo sem eplum, mandarínum og negul.


Og ímyndaðu þér nú landið okkar að sumri, víðfeðmar breiður sanda, hrauna og hrikalegra fjalla. Þú gætir þurft að ferðast marga kílómetra til að sjá skóglendi með birki og smávöxnum runnum, en starir, grös og blómplöntur vaxa á skjólgóðum stöðum.  Líttu í kringum þig!  Hefur þú kannski náð jaðri hins byggjanlega heims?  Hálendið og Norðurland hýsa viðkvæm og brothætt vistkerfi, en þó er Suðurlandið aðeins hulið ögn þykkara teppi grasa, jurta og trjáplantna.  Stígðu því varlega til jarðar!

Blómakerið
Okkur er ánægja að kynna útgáfu bæklings Gróðurferða fyrir komandi ár.  Þú sérð að nýi bæklingurinn er á pdf-formi og er auðvelt að prenta bæklinginn úr borðtölvunni þinni eða fartölvunni.  Aðrir kynnu að vilja skoða ferðasíðuna á Eco-logy.com vefnum, þar sem þú getur í skyndi skannað fimm ferðakosti hjá Þund.  Við tökum vel á móti öllum gerðum hópa og einstaklinga í ferðirnar okkar og með fyrirframbókun getum við sérsniðið ferðirnar til að annast betur áhugamál og óskir hópa og einstaklinga.


Gróðurfréttir er vettvangur fyrir ferska umræðu um grasafræði og vistfræði, umhverfismál og náttúruvernd.  Endurgjöf frá lesendum okkar er alltaf velkomin og hjálpar við að skila hressum og hvetjandi Gróðurfréttum.  Láttu okkur vita hvaða plöntumálefnum sem þú hefur mestan áhuga á, hvort sem það er garðyrkja, matreiðsla með kryddjurtum eða eitthvað annað.  Við viljum gjarnan fá tengla við aðrar vefsíður og félagsmiðla með viðeigandi efni eins og líffræði og vistfræði, umhverfisvænni og heilsutengdri ferðaþjónustu, menningu og listum og grænum lífsstíl.

Kærar kveðjur,
Soffía Arnþórsdóttir

___________________________________________________

Gróðurfréttir eru ​​gefnar út af Þund, Reykjavík, Íslandi
Hafðu samband
12. desember, 2017 - Gróðurfréttir, hefti #22



DSCN0531_opt.jpg
img_0490_opt.jpg
john-schnobrich-FlPc9_VocJ4-unsplash_opt.jpg



Fáðu nýjustu fréttir og tilboð frá Þund!

Get updates and special offers from Thund!





botanical-tours-002