Upplýsingar um grasafræði
Velkomin í þessa tuttugustu og fjórðu útgáfu Gróðurfrétta!
Komið þið sæl og velkomin aftur í Gróðurfréttir og við bjóðum nýja lesendur sérlega velkomna. Sumar er komið, sólin skín og það er hlýtt í veðri. Ungir og aldnir heimsækja skemmtigarða og sveitavegi á sólskinsdögum. Og koma kannski heim með blómvendi af sóleyjum og blágresi. Reynitrén blómstra og eru þakin fögrum hvítleitum blómum. Margir húsagarðar eru með allra best móti og jafnvel yfirgefnar hálfvilltar lóðir státa fögrum blómaengjum.
Sumarið er yndilegur tími til að skoða undraverða náttúru landsins, þar sem graslendi, votlendi og birkiskógar skarta sinni eigin sérstöku flóru og fánu. Hví ekki að fara í náttúruskoðunarferð eins og Gróðurferðir með Þund? Við bjóðum nú ferðir sumar, vor og haust sem henta öllum einstaklingum og litlum hópum.
Ef þér líkar fréttabréfið máttu gjarnan mæla með því við vini þína. Allar tillögur til að bæta Gróðurfréttir eru velkomnar. Gróðurfréttir þiggja gjarnan bréf og tengla frá fólki sem vinnur við allar greinar grasafræði og náttúruverndar.
Við viljum alveg endilega heyra frá lesendum okkar!
-------------------------------------------------------------------
Bestu kveðjur,
Soffía Arnþórsdóttir
GRÓÐURFRÉTTIR eru gefnar út af Þund, Hafnarfirði
Hafið samband
3. júlí -- Gróðurfréttir, hefti #024B
Fáðu nýjustu fréttir og tilboð frá Þund!
Get updates and special offers from Thund!