Þrítugasta útgáfa Gróðurfrétta!
Kæri lesandi!
Velkomin(n) aftur í Gróðurfréttir og hjartanlega velkomnir nýir lesendur og viðskiptavinir. Á meðan enn er vetrarþoka og kalt úti er hægt að fara í gönguferðir úti í náttúrunni eða bara halda á sér hita inni! Enda þótt sumarið sé enn ókomið, þá er fljótlega kominn tími til að undirbúa garðinn fyrir sumarið og endurskipuleggja stofuplönturnar. Ertu kannski nú þegar að undirbúa sumarfríið þitt og langar að taka þátt í gróðurþemaferð og sjá sjálf(ur) staðina þar sem harðgerðu plönturnar okkar vaxa?
Gróðurferðirnar okkar beina sjónum þínum að gróðri landsins um leið og ferðirnar fræða þig um í menningu okkar, jarðfræði og dýralíf. Oftast fela ferðirnar í sér léttar gönguferðir og náttúruupplifun. Samtímis skoðum við mosaheiðar, ræktarlönd, strandgróður, votlendi, jarðhitaplöntur og birkiskóga og gefum ykkur nægan tíma til að upplifa náttúru og sögu landsins.
Við bjóðum nú upp á þrjú þemu gróðurferða: gróður og menningu, gróður og dýralíf og gróður og jarðfræði og teymi náttúrufræðinga hjá Þund hefur góða þekkingu á flóru landsins og helstu ferðamannastöðum. Kannaðu innlent gróðurfar og njóttu þess að skoða villtar blómplöntur og önnur náttúruundur um leið og þú skynjar andrúmsloftið á stöðunum.
Vertu viss um að skrá þig í Gróðurferð þetta árið. Við aðstoðum þig við að velja réttu ferðina fyrir þig og ferðafélaga þína.
Fréttabréfið okkar, Gróðurfréttir, er vettvangur fyrir hressandi umræður um grasafræði og vistfræði, umhverfismál og náttúruvernd. Viðbrögð frá lesendum okkar eru alltaf vel þegin, sem leiðir til nýs og hvetjandi efnis.
Ekki hika við að deila þessu fréttabréfi með tölvupósti, bloggi, vefsíðum og samfélagsmiðlum. Við viljum mjög gjarnan fá nýjar tengingar við aðra sem vinna við líffræði og vistfræði, vistvæna og heilsutengda ferðaþjónustu, menningu og listir og grænan lífsstíl.
Kær kveðja
Soffía Arnþórsdóttir
*************************************
GRÓÐURFRÉTTIR Útgefið af Þund, Hafnarfirði
Eco-logy.com
26. mars 2025 – Gróðurfréttir, tölublað #030
*************************************
Fáðu nýjustu fréttir og tilboð frá Þund!
Get updates and special offers from Thund!