GRÓÐURFRÉTTIR

Velkomin í tuttugasta og áttunda tölublaðið af Gróðurfréttum!


Kæri lesandi!

Gleðilegt sumar!  Ég vona að þú kunnir að meta innihaldið og vil gjarnan heyra álit þitt. Hægari vindur og sólríkari dagar verma nú strendur, haga og hraunbreiður landsins. Páskaliljurnar blómstra í görðunum og mosa- og fléttuþaktir steinar rísa úr ís- og snjóþekju vetrarins. Gróðurfréttir er fréttabréf fyrirtækisins okkar, Þund, og um leið vettvangur fyrir grasa- og vistfræði, umhverfis- og náttúruvernd. Okkur finnst gott að vera í sambandi við lesendur okkar. Vinsamlegast sendu okkur hugsanir þínar um plöntur og græn málefni og hafðu þannig áhrif næsta tölublað okkar af Gróðurfréttum. Þú getur beðið um krækju á vefsíðuna þína í Gróðurfréttum eða á Eco-logy.com tenglasíðunni.

Þund býður upp á gróðurferðir til að uppgötva gróður Íslands. Ferðirnar eru bæði fræðandi og einstök upplifun. Venjulega er farið í léttar til hóflegar göngur og gróðurkönnun í villtri og hálfvilltri náttúru, t.d. á ströndum, hraunbreiðum, heiðum og friðlýstum svæðum. Þema ferðanna er undraverður gróður, einstakt dýralíf og náttúrufyrirbæri sem og sveitamenningin hér á landi. Við skoðum votlendi, haga og blómaengi, plöntulíf stranda og fjalla, sem og birki- og víðikjarrlendi. Um leið gefst nægur tími til að upplifa hið einstaka landslag, jarðfræði, dýralíf og sögustaði landsins. Ferðirnar henta flestum hópum og öllum þeim sem hafa áhuga á að njóta ljúfrar kynningar á gróðri og náttúrufegurð Íslands.

Að auki bjóðum við upp á aðra faglega þjónustu: Umhverfisráðgjöf, rannsóknir, fræðslunámskeið og þýðingarþjónustu. Við erum að byggja upp hóp vísindafólks, leiðbeinenda, leiðsögumanna og þýðenda sem vilja vinna saman að uppbyggingu fyrirtækisins. Mig langar að heyra frá þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í framgangi okkar eða styðja áframhaldandi starf með öðrum hætti.

-------------------------------------------------- --------------------

Kveðja,

Soffía Arnþórsdóttir

GRÓÐURFRÉTTIR eru gefnar út af Þund, Hafnarfirði.

Hafðu samband

7. maí 2024 - Gróðurfréttir, tölublað #028




DSCN0531_opt.jpg
img_0490_opt.jpg
john-schnobrich-FlPc9_VocJ4-unsplash_opt.jpg



Fáðu nýjustu fréttir og tilboð frá Þund!

Get updates and special offers from Thund!





botanical-tours-002