Fræforði

Kannaðir voru fræforðar í fjórum plöntusamfélögum í nágrenni Reykjavíkur, á Nesi við Seltjörn, í Viðey og á tveimur stöðum í Vífilstaðahlíð. Einnig var gerð athugun á fræforðum á Reynivöllum í Kjós.

Ekki virðist vera um að ræða beint samband milli hlutdeildar tegunda í gróðri og fræforða. Þó voru tegundir, sem höfðu fræforða, yfirleitt algengar í gróðri. Fræforði var helmingi meiri í Viðey en á Nesi þótt gróður væri mjög svipaður, mikið til sömu tegundirnar á báðum stöðum.

Á stöð neðarlega í Vífilstaðahlíð var krossmaðra (Galium boreale) langalgengasta tegundin í fræforða þrátt fyrir mikla tegundafjölbreytni tegunda á svæðinu. Á stöð efst í Vífilstaðahlíð, á gróðursnauðum mel, var mjög lítið af fræjum og sennilegt að ólífrænn jarðvegur ráði þar miklu um.


Hafðu samband ef þú ert með fyrirspurn.



DSCN0531_opt.jpg
img_0490_opt.jpg
john-schnobrich-FlPc9_VocJ4-unsplash_opt.jpg



Fáðu nýjustu fréttir og tilboð frá Þund!

Get updates and special offers from Thund!





botanical-tours-002